148. löggjafarþing — 37. fundur,  8. mars 2018.

kjararáð.

[10:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Gagnrýni mín snýr að því að hækkunin sé miðuð við launavísitöluna. Ef kjararáð hækkar miðað við launavísitölu, af hverju ekki aðrir? Ég set út á það að miðað sé við launavísitölu en kjararáð biður sérstaklega um hækkun miðað við þá vísitölu og ráðherra fellst á þá skoðun. Því spyr ég: Af hverju ekki aðrir?

Hér er vísað í opinbera starfsmenn, við eigum að miða laun þingmanna og ráðherra við meðaltalsbreytingu. Hún er lægri en breyting sem er miðuð við launavísitölu. Af hverju fær kjararáð hækkun sem miðuð er við launavísitölu?