fækkun rúma fyrir vímuefna- og áfengissjúklinga.
Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég er harla döpur yfir þessu engu-svari sem ég fékk. Í raun var þetta hálfgerður útúrsnúningur hjá hæstv. heilbrigðisráðherra því að ég er ekki að biðja um sérstakt samtal einungis við hana, ég er að biðja um svör við spurningunni hvað sé til ráða núna. Í fyrsta lagi um þá staðhæfingu að hér sé aðallega um geðheilbrigðisvanda að ræða, það er bara alrangt. Og í öðru lagi er svolítið sérstakt að ætla að halda því fram að það myndi ekki skipta sköpum að veita fjármagn þangað sem hjálpina er að finna, þ.e. á sjúkrahúsinu Vogi, sem er með starfsemi SÁÁ og er sú sérfræðiþjónusta, þekking og menntun sem hefur verið tengd við Landspítala – háskólasjúkrahús og hefur unnið stórkostlegt starf og þrekvirki í þessum málaflokki.
Ég bið hæstv. heilbrigðisráðherra að svara spurningum með öðru en því sem ég lít á sem útúrsnúninga — og ekkert svar. Ég er orðin hálfleið á að standa hér í óundirbúnum fyrirspurnum og koma til baka með ekkert svar.