148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

tollar á innfluttar landbúnaðarvörur.

[15:37]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er nú spurning hvaða fjós er að brenna. Ég ætla að benda hv. þingmanni á það að núverandi formaður Miðflokksins var forsætisráðherra þegar þessi sami samningu var gerður, það er nú ekki flóknara en svo. Þegar rætt er um að Bretar séu gengnir út úr Evrópusambandinu þá veit ég ekki betur heldur en þeir samningar séu ófrágengnir milli Breta og Evrópusambandsins.

Sömuleiðis ræðir hv. þingmaður um það að hér flæði inn innflutt tolllaust kjöt á grundvelli þessara tollasamninga. Árið 2017 fluttu Íslendingar inn 3.700 tonn af nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti. Tollasamningurinn hræðilegi sem hv. þingmaður talar um, þegar hann verður fullnustaður 2021, þá er innflutningskvóti á þessum sömu kjötvörum þúsund tonnum lægri en við erum að flytja inn árinu 2017. Ég tel að íslenskur landbúnaður geti með ýmsum hætti, vissulega með aðstoð stjórnvalda, unnið úr þessari stöðu leikandi létt en fyrst skal ég nefna það að (Forseti hringir.)gengið er vissulega að stríða bændum sem öðrum útflutningsatvinnugreinum.