148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

komugjöld.

[15:50]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Ég þakka ráðherranum fyrir fyrri hluta svarsins en spurning mín sneri að því hvert markmiðið væri, hvort það væri einmitt að draga hugsanlega úr fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Ég er reyndar ekki endilega viss um að það sé frábær hugmynd. Sérhver leggur að heiman er líka leggur heim. Því fleiri flug sem eru til Íslands, því fleiri möguleika hafa Íslendingar líka til að fara til útlanda. Það sem var lagt til grundvallar á seinasta kjörtímabili var byggt á því t.d. að lækka almenna þrepið í virðisaukaskattinum, að leggja ekki á þetta gjald heldur hækka þá gistináttagjald, þ.e. hótelskatt.

Ég er að velta fyrir mér af hverju í ósköpunum ráðherranum finnist sú útfærsla sem hér er lögð til, að lækka einhver útgjöld, sé betri t.d. fyrir Íslendinga og íbúa Íslands en sú einfalda tillaga að jafna virðisaukaskattinn og leggja ekki sérstök gjöld á flugfélög og flugfarmiða.