148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

frestun á framlagningu fjármálaáætlunar.

[16:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er dálítið gáttuð. Ég væri til í að spyrja virðulegan forseta: Er hægt að fá einhvers konar lista yfir hvaða lög megi brjóta og hver ekki? Og hvenær megi brjóta þau og hvenær ekki? Ef það skyldu vera mismunandi aðstæður.

Nú tilkynnir hæstv. fjármálaráðherra þinginu að hann ætli að brjóta lög. Ég spyr því í einfeldni minni: Má það bara? Er það í lagi? Og ef svo er: Á þetta sér stað einhvers staðar annars staðar? Eru einhver önnur sams konar lög sem má bara brjóta, tilkynna að brjóta eigi lög og þá er það í lagi?

Mér þætti vænt um ef hæstv. forseti myndi svara því hvort þetta sé í lagi. Ef ekki, ber þá ekki forseta þingsins að gagnrýna þetta á einhvern hátt, senda hæstv. fjármálaráðherra einhvers konar bréf og gagnrýna vinnulagið? Ég skil ekki alveg hvers vegna þetta er í lagi og hvernig það er.