148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

um fundarstjórn.

[17:01]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Frú forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hér er langar mig að árétta þá skoðun mína, og örugglega fleiri, að ég held að þetta snúist ekkert endilega um ráðuneytið og starfsfólk þess. Ég held að það sé ekkert þar sem stoppi. Ástæðan fyrir því að þetta tekur svona langan tíma er auðvitað sú að þetta er hugmyndafræðilega ósamstæð ríkisstjórn sem veit ekkert hvað hún á að gera. Hún veit ekki hvernig ríkisfjármálaáætlun á að líta út. Þess vegna tekur þetta tíma. Það er verið að víla og díla um stóru myndina í ríkisfjármálaáætlun. Ef það á að vera er eins gott að það sé bara gert fyrir opnum tjöldum hér í þingsalnum og í nefndum þingsins frekar en í einhverju baktjaldamakki milli formanna flokka ríkisstjórnarinnar.