vinna við réttaröryggisáætlun.
Herra forseti. Um réttaröryggisáætlun segir á vef Stjórnarráðsins, þ.e. frá 4. september 2015, að hún hafi verið rædd á samstarfsvettvangi um aukna hagsæld ef ég fer rétt með. Það er Ólöf Nordal heitin, þáverandi innanríkisráðherra, sem ávarpar fundinn og fer yfir þetta. Síðan þá hefur sá dómsmálaráðherra sem nú er setið í embætti í eitt og hálft ár. Það væri áhugavert að vita hvar þessi áætlun stendur eða alla vega þeir þættir úr þeirri áætlun sem á að nýta. Dómsmálaráðherra segir að hún ætli að koma með löggæsluhlutann af þessu, sem er eitt af þessum fjórum atriðum, í haust. En síðasta haust sagði lögreglan — það svið innan lögreglunnar sem metur áhættu — að það væri rautt hættuástand varðandi skipulega glæpastarfsemi út frá þeim formerkjum sem þeir mæla, en það er gert eins og Sameinuðu þjóðirnar gera.
Á einu ári, í tíð þess hæstv. dómsmálaráðherra sem nú situr, (Forseti hringir.) er traustið á dómstólum (Forseti hringir.) og löggæslu, þættir sem á að færa þarna yfir, farið niður um átta og sjö stig. Dómskerfið er komið niður í 33%, það (Forseti hringir.) skortir greinilega verulega á í þessu. Hvar (Forseti hringir.) stendur þetta nákvæmlega í ráðuneytinu?
(Forseti (ÞorS): Forseti biður þingmenn að virða ræðutíma.)