vinna við réttaröryggisáætlun.
Virðulegur forseti. Já, það er nauðsynlegt að menn tali skýrt og lög um opinber fjármál krefjast þess að ráðherra setji fram stefnu fyrir þau málefnasvið og þá málefnaflokka sem hann ber ábyrgð á og að það sé sett þannig fram að allt málefnasviðið sé undir. Það er gert í texta með fjármálaáætlun sem verður lögð fram innan skamms. Þar verður gerð grein fyrir markmiðum og stefnu til næstu fimm ára, m.a. á almanna- og réttaröryggissviði. Í dómsmálaráðuneytinu hefur vinna við stefnugerð á almanna- og réttaröryggissviði verið látin hafa forgang. Það er í algjörum forgangi. Sú vinna er hafin. Það er fráleitt að sú vinna sem lögð hefur verið í réttaröryggisáætlun og aðrar áætlanir verði lögð til hliðar — öll sú vinna mun þvert á móti nýtast í stefnumótun fyrir áætlun fyrir almanna- og réttaröryggissviðið í dómsmálaráðuneytinu. Það verður lagt fyrir síðar á þessu ári.
Við erum full bjartsýni um að það náist á þessu ári að leggja fram slíka áætlun. Það sama held ég að eigi við um öll önnur ráðuneyti. Lög um opinber fjármál kveða á um að hverju einasta málefnasviði verði sett slík stefna. Sá ráðherra sem hér stendur hefur að minnsta kosti ekki annað í hyggju en að vinna samkvæmt þeim lögum sem gilda. Ég árétta það og ítreka að öll sú mikla og góða vinna sem liggur í ráðuneytinu, og hafði yfirskriftina réttaröryggisáætlun, er fráleitt fyrir bí, heldur verður stuðst við hana og byggt á henni þegar áætlunin verður kynnt fyrir almanna- og réttaröryggissviðið.