148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

lögheimili og aðsetur.

345. mál
[14:23]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal halda mig innan þeirrar mínútu sem ég hef, þar sem um sömu spurningu er að ræða. Það er einfaldlega þannig að dómsmálaráðherra er með þessi mál til skoðunar. Er það einhver undarleg ástæða fyrir því að frumvarpið kemur fram? Nei, auðvitað ekki. Ég fór mjög vel yfir það að lögin um aðsetursskipti eru frá 1952 og hin frá 1990.

Það liggur fyrir þingsályktun frá þinginu. Ef ég man rétt var fyrsti flutningsmaður hv. þm. Oddný Harðardóttir, samflokkssystir hv. þingmanns. Hún hafði frumkvæði að því að fela framkvæmdarvaldinu að endurskoða lögheimilislögin. Það erum við að gera núna, tæpu einu og hálfu ári eftir að þingsályktunin var samþykkt. Þar átti sérstaklega að fjalla um möguleika hjóna á að búa hvort á sínu lögheimilinu. Það er farið til skoðunar, það er gert, en ásamt því eru gerðar fjölmargar aðrar lagfæringar vegna þess að á þessum tíma hefur orðið umtalsverð breyting á þjóðfélaginu.