148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir hans spurningu sem snýr að grunngildum 6. gr. laga um opinber fjármál. Það er vissulega fjallað um grunngildin í greinargerð með þingsályktunartillögunni. Það kom hins vegar fram í ábendingum fjármálaráðs að það hefði mátt ígrunda betur í hverju grunngildin fælust og tengja þau betur tölulegum markmiðum. Og meiri hlutinn, ef hv. þingmaður hefur hlustað á ræðu hér og framsögu fyrir hönd meiri hlutans, tók undir þær ábendingar fjármálaráðs til úrbóta.