148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fjármálastefnunni eru ákveðnar orðabókaskilgreiningar á því hvað grunngildin þýða og eins og hv. þingmaður segir tekur meiri hlutinn undir þennan skort á greinargerð hvað grunngildin varðar. Og þá vil ég spyrja hv. þingmann: Af hverju stendur það þá í fjármálastefnunni, með leyfi forseta: „Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um“ í lögum um opinber fjármál?