148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:42]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þetta. Mér finnst ótrúlegur dónaskapur og vanvirðing felast í því trekk í trekk að ráðherrar sitji ekki og hlusti á umræðu sem þá varðar. Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra er nú reyndar farinn að taka upp þann sið að hunsa lög og ákveða einhliða með tilskipunum með hvaða hætti hann ætlar að láta þingið fjalla um mál og hvenær á að gera það. Mér finnst það ekki minnst brýnt að hann mæti hér í stólinn og hlusti þegar nefndarálitið er hvort sem er meira og minna allt með tilvísunum í hans eigin svör við ábendingum sem beint er til nefndarmanna. Þannig að ég held að hv. þm. Willum Þór Þórsson ætti að hringja í hæstv. fjármálaráðherra og biðja hann að koma hingað.