148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:44]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er kannski ekkert hissa á því að hæstv. fjármálaráðherra kjósi að vera ekki í salnum þegar verið er að ræða fjármálastefnuna miðað við þær umsagnir sem stefnan fær. Það er hins vegar mjög sérkennilegt þegar við erum að ræða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að hér sé ekki einn einasti ráðherra í salnum og sér í lagi að hér sé ekki hæstv. fjármálaráðherra og sitji samviskusamlega undir þeim umræðum sem fram eiga að fara.

Ég held að það væri nær lagi að við myndum einfaldlega fresta þessari umræðu þangað til hæstv. fjármálaráðherra sér sér fært að vera hérna með okkur. Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að halda henni áfram.

Ég tek hins vegar undir orð annarra þingmanna að það væri eðlilegt að við tækjum fyrst, áður en þessari umræðu verður fram haldið, fyrir frávísunartillöguna. Kannski getum við sparað okkur ómakið í umræðunni, sér í lagi miðað við það hversu fjölskipaður stjórnarmeirihlutinn er í þingsalnum.