148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:45]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fyrir ári, þegar umræða um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fór fram, sat þáverandi hæstv. fjármálaráðherra, besti fjármálaráðherra Íslandssögunnar, Benedikt Jóhannesson, hér í salnum og fylgdist með umræðunni. Hann kom upp í andsvör við þingmenn, níu sinnum alls, fylgdist með og tók þátt í umræðunni. Mér fannst það til fyrirmyndar. Ég vil að fjármálaráðherra nú geri slíkt hið sama, komi hingað, taki þátt í umræðum með okkur þingmönnum. Mér þætti gaman að heyra hvað þeim þingmönnum Vinstri grænna sem hér eru, sem fundu ýmislegt að því í fyrra þegar ráðherrar tóku ekki þátt (Forseti hringir.) í umræðum, finnst um sömu hegðun sinna eigin ráðherra og ráðherra Sjálfstæðisflokksins nú.