148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:46]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þarna sjáið þið hvað stjórnarliðar geta verið snarpir. Hér kallar hv. þm. Pawel Bartoszek eftir því að heyra hvað okkur finnst og hér er ég mættur. Ég tek bara undir það sem hér er sagt. Mér fannst það til fyrirmyndar í fyrra þegar hæstv. þáverandi fjármálaráðherra sat undir umræðunni og tók þátt í henni. Sannast sagna hélt ég að hér yrði hvert sæti skipað í þessari umræðu og þá kannski sérstaklega það sem mikilvægast er, sæti hæstv. fjármálaráðherra. Þannig að ég tek bara undir það að mér finnst þetta miður og í raun skil ég ekki af hverju hæstv. ráðherrar taka ekki þátt, þá sérstaklega hæstv. fjármálaráðherra, í þessari umræðu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)