148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:47]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með öllum þeim hv. þingmönnum sem hér hafa talað. Fyrir mína hönd og fyrir hönd míns þingflokks verð ég að segja að það er gjörsamlega ótækt að hæstv. fjármálaráðherra skuli ekki vera hér í þingsal til að ræða við okkur um þetta mikilvæga plagg sem ætlunin er að afgreiða hér.

Ráðherrann hlýtur að vilja ræða þetta tímamótaplagg við okkur, hann hlýtur að vilja útskýra fyrir okkur hvers vegna hann fer ekki að neinum tilmælum, hann hlýtur að vilja réttlæta þessa stefnu sem þarna birtist. Ég hefði haldið að fleiri stjórnarliðar myndu kannski vilja réttlæta þá stefnu sem þarna birtist fyrir okkur hér sem skiljum ekki alveg hvað stefnu þessi ríkisstjórn er að taka. Þeir hljóta að vilja koma hérna og ræða við okkur um stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvernig væri það?