148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:50]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla að taka undir með hv. síðasta ræðumanni. Það var sprækt hjá hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé að koma hér upp og styðja okkur í þessari beiðni. Ég vek athygli herra forseta á því að hann er starfandi þingflokksformaður þannig að það er ósköp eðlilegt og einboðið að þegar þingflokksformaður flokks forsætisráðherra hefur lýst því yfir að það sé ekki eðlilegt að við höldum þessari umræðu áfram án fjármálaráðherra þá geri herra forseti fundarhlé og kalli þingflokksformenn saman og menn ráði ráðum sínum.