148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:02]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst fundarstjórnin hjá forseta til fyrirmyndar. Eðlilega verður frávísunartillagan tekin fyrir í lok umræðunnar eins og hefðir og reglur segja til um. Ég veit, virðulegi forseti, stundum ekki hvort ég er að koma eða fara þegar ég hlusta á stjórnarandstöðuna í þessum sal. Í andsvari áðan kvartaði hv. þingmaður undan ósjálfstæði fjárlaganefndar og náði að slíta úr samhengi texta nefndarálits og sagði að hér ætti að vísa öllu meira og minna til ráðherra og hann vildi brýna okkur í að treysta á sjálfstæði þingsins. Svo geta menn núna ekki haldið áfram vegna þess að það vantar ráðherra í salinn. (LE: … ræða við hann …)

Ég bið menn bara að treysta okkur til að halda þessari umræðu áfram, virða þannig sjálfstæði þingsins og ljúka hérna góðri umræðu um góða fjármálastefnu.