148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:09]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er nú ansi athyglisvert. Hér hefur verið sett fram nokkuð skýr krafa um að fjármálaráðherra verði viðstaddur þessa umræðu og einum stjórnarþingmanni finnst sú krafa dálítið eðlileg. Ég fagna því. En á öðrum stjórnarþingmönnum má skilja að einfaldlega verði ekki við því orðið. Svara einfaldlega: Þetta er eðlilegt svona. Ráðherrann hafi lagt fram sitt mál og þurfi ekki að vera viðstaddur. Af því má skilja að hann verði einfaldlega ekki viðstaddur þessa umræðu. Það er athyglisvert. Ég myndi kannski vilja fá frekari skýringu á því hvort menn ætli virkilega að taka þá hörðu afstöðu að fjármálaráðherra muni ekki koma og taka nokkurn þátt í þessari umræðu, hvorki nú né síðar.