148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:13]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta eru kannski ný vinnubrögð hjá ríkisstjórninni eins og hún talaði um í stjórnarsáttmálanum, að fjármálaráðherrann sé ekki viðstaddur þessa umræðu um mál sem hann leggur fram, miðað við að fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili var viðstaddur þá umræðu. Ég var þá inni á þingi og man vel eftir því.

Svo stendur í þessum lögum að þau gildi til fimm ára nema ef eitthvað hræðilegt komi fyrir. Það væri nú ekkert hræðilegt ef fjármálaráðherrann væri staddur við þessa umræðu.