148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:16]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er ekki svo langt síðan ég tók sæti á þingi. Ég man eftir því að hafa orðið vitni að svona umræðu eins og hér fer fram þar sem sífellt er kallað eftir að viðkomandi ráðherra sé í salnum. Nú hafa verið sagðar ýmsar leiðir að því að ná hæstv. ráðherra hingað inn. Ein gæti verið að við hreinlega byðum honum í mat. Við gætum borðað bara öll saman og síðan haldið áfram umræðunni um þessa góðu áætlun.