148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:22]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil bara koma hérna aftur upp til þess að ítreka þá skoðun mína að hæstv. fjármálaráðherra eigi að vera hér í salnum og raunar finnst mér að ríkisstjórnin öll eigi að vera í salnum. Ég velti því fyrir mér: Treysta þau sér ekki til þess að ræða þessa fjármálastefnu sem þau leggja fram, fjármálastefnu til fimm ára, stefnumótandi plagg fyrir ríkisstjórnina? Skammast þau sín fyrir þessa stefnu og treysta sér ekki til þess að ræða hana við þingið? Ég bara spyr. (Gripið fram í.)Já, það er spurning, hvort það sé bara ágætt að meiri hluti þings sem situr hér akkúrat núna fái að breyta þessari stefnu þannig að hún endurspegli þarfir landsins. Þessi stefna gerir það ekki og er mikið áhyggjuefni, bæði innihald stefnunnar og viðræðuleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.