148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:23]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langaði bara til að koma upp og segja að ég held að kollegi minn, hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson, hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann talaði um Sjálfstæðisflokkinn og hvernig hann starfar. Það virðist vera að fjármálaráðherra skrifi fjármálastefnu, illa, hunsi umsagnir, og hann mætir ekki í þingsal í umræðu af því að það skiptir augljóslega engu máli hvað þingmenn hafa að segja um þetta mál. Hæstv. fjármálaráðherra veit að hann hefur meiri hluta á þinginu og málið mun fara í gegnum þingið, hvort sem hann mætir hérna í umræðu eða ekki. Þannig er þetta bara, sorglegt en satt.