148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[21:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég lýsi sjálfum mér sem hægri krata. Núna er ég ekki í hlutverki að vera Vinstri grænn, nú er ég kannski orðinn meiri hægri maður en hæstv. ráðherra Bjarni Benediktsson. Ég vil að markaðurinn ákveði þetta. Ég vil að markaðurinn ákveði upphæð auðlindagjalds.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði nýverið (Gripið fram í.) … hann ályktaði að það ætti að vera frjáls samkeppni sem víðast. En þegar kemur að sjávarútvegi og landbúnaði, nei, þá má ekki vera frjáls samkeppni. Af hverju (Gripið fram í.) megum við ekki hafa markaðinn eða fyrirkomulagið þannig í sjávarútveginum að aflaheimildir fari einfaldlega á uppboð? Þá er það bara markaðurinn sjálfur sem ákveður verðið. Þá þarf ég ekkert að ákveða það eða hæstv. ráðherra. Af hverju vantreystir hann markaðnum þegar kemur að sérhagsmununum, þegar kemur að stóriðjunni, þegar kemur að innsta kjarna þessa flokks, sem menn vita mætavel að tilheyrir hans innstu flokksklíku? Leyfum markaðnum að ráða hvað þetta varðar.

Varðandi fjármagnstekjuskattinn. Á meðan 5% af Íslendingum eiga jafn mikið og hin 95% er svo sannarlega svigrúm til að hækka (Gripið fram í.) fjármagnstekjuskatt og setja auðlegðarskatt á. (Gripið fram í: Hver er kostnaðurinn?) Lesa bara eldri ræður.