148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:04]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú mætti segja að hv. þingmaður væri svolítið á skjön við sjálfan sig í orðum sínum. Hann kemur hér upp og segir að lækka eigi skatta þegar örva þurfi hagkerfið. Hvenær þarf að örva hagkerfið? Hvenær hefði þurft að örva hagkerfið? Já, ég spyr. Hann reyndi að réttlæta þessar 112 skattahækkanir þegar helst þurfti að örva hagkerfið.

Ég held að svarið sé einfalt, Samfylkingin mun aldrei lækka skatta eða standa fyrir því að skattar á fólk eða fyrirtæki verði lækkaðir heldur vill hún að við séum háskattaríki og séum stolt af því, viljum aðeins hækka meira og leggja meiri álögur á fólk og fyrirtæki.