148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér er það ljúft og a.m.k. kosti skylt að biðjast afsökunar á frammíköllum. Það er auðvitað leiðindaávani sem ég hef verið að glíma við síðan ég var í skóla. Ég skal reyna að passa mig á því í framtíðinni. En ég vil líka þá minna frú forseta á að hún á að taka jafnt á öllum hér í salnum. Ef hér situr hæstv. fjármálaráðherra sem blaðrar látlaust á meðan aðrir eru að tala er rétt að frú forseti bendi hæstv. ráðherra á það líka. Frú forseti er nefnilega forseti alls þingsins en ekki stjórnarinnar.