148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil eins og hv. þm. Logi Einarsson gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Það var mjög áberandi hér áðan að eftir að hæstv. forseti hafði með myndarbrag ávítað hv. þm. Loga Einarsson fyrir að kalla fram í lét hún eins og hún heyrði ekki í hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann byrjaði að hrópa fram í. Hér hljótum við þingmenn að gera þá kröfu að eitt gildi um alla og ég geri þessa alvarlegu athugasemd, frú forseti, við fundarstjórn.