148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:52]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Þessi mjúka lending kom oft upp og enginn, ekki einn umsagnaraðili, spáði mjúkri lendingu. Enginn veit einu sinni hvernig á að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu. Það hefur nefnilega enginn gert það áður. Aldrei. Það væri mjög undarlegt. Það sem aðrir umsagnaraðilar komust að orði var að það hefur enginn spáð niðursveiflu. Það gerist ekki. Fólk spáir ekki niðursveiflu. Hvernig geta menn þá búist við því og planað mjúka lendingu ef það er ekki einu sinni verið að spá mínus í rauninni?

Hvað útgjaldaaukninguna varðar er einmitt hérna dæmið um peningana, hvernig þetta endar á peningamálum, og dæmið um flotkrónuna og núverandi krónu sýnir einmitt það hvernig við höfum alltaf velt þessu vandamáli, að léleg hagstjórn endar í rauninni í þessari krónu hérna sem er á stærð við Hallgrímskirkju ef þeim er staflað upp hverri ofan á aðra. Þetta er því ekki bara vandamál varðandi þau 15 ár sem Samtök iðnaðarins vísa til, þ.e. gengissveifluvandræðin. (Forseti hringir.) Þetta eru líka vandamál inn í framtíðina út af þessari ábendingu. Það er alltaf verið (Forseti hringir.) að velta þessu yfir á peningamálin. Það er því ekki hægt að segja bara: Nei, þetta er (Forseti hringir.) stefna til framtíðar. Þetta verður ekki vandamál þá. (Forseti hringir.) Jú, víst.