148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla nú ekki að hártogast hér um skilning á orðunum „æskilegt væri“. Við fjölluðum í nefndinni um ábendingar fjármálaráðs um að gera úrbætur hvað það varðar að færa sterkari rök í greinargerð fyrir því hvernig stefna og fjármálaáætlun muni fylgja grunngildum, eins og það er orðað í lögum um opinber fjármál. Ég tek undir orð hv. þingmanns um það að við fáum að sjá greinarbetri rökstuðning með því hvernig stefnan fylgi grunngildum. Hins vegar er hægt að leggja ákveðinn skilning í það að stefnan fylgi t.d. grunngildi um (Forseti hringir.) sjálfbærni, sem gengur út á það að skuldir og vaxtabyrði séu viðráðanlegar á hverjum tíma.