148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[23:29]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er dálítið áhugaverð pæling. Hversu lengi þarf að vera stöðugleiki eða gönguskíðabrekka til þess að það sé hægt að tala um stöðugleikatímabil? Eru tvö ár nóg, þrjú ár eða eru það fimm ár? Áhugaverð pæling upp á það að þetta tengist grunngildunum sem við eigum að uppfylla. Stöðugleiki er þar eitt grunngildi. Við þurfum eiginlega að skilja hvað hann þýðir.

Ég spyr: Erum við með einhver tímamörk, ákveðna skilgreiningu sem við getum gripið í og verið sammála um að við séum á einhverjum stöðugleikatíma?

Að öðru. Eins og hefur komið fram veitti fjármála- og efnahagsráðherra kjararáði launahækkun samkvæmt launavísitölu. Í þeim kjaraviðræðum sem eru núna á næstunni, væri ekki mjög eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins myndu bara segja: Við viljum líka hækka samkvæmt launavísitölu, gengur það?