148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[23:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágætisræðu, hagsögulega ræðu getum við sagt. Þar talar hv. þingmaður um hagstjórn og möguleg mistök sem gerð hafi verið hér og þar í gegnum tíðina, að við upplifum alltaf skell og ekki mjúka lendingu o.s.frv. Og ekki er hægt að rengja það.

Ég er hins vegar í eilítilli klemmu þegar kemur að því að hv. þingmaður talar um sjálfbærnihugtakið. Það á nefnilega líka við um það að viðhalda innviðafjárfestingum. Innviðafjárfestingin er brýn, það veit hv. þingmaður, hann var að kljást við það í síðustu ríkisstjórn. Í umsögn Samtaka iðnaðarins kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er 372 milljarðar og 80 milljarðar á þjóðvegakerfinu.

Nú hefur núverandi hæstv. ríkisstjórn ákveðið að forgangsraða til menntamála og heilbrigðis- og velferðarkerfisins eins og var á borði síðustu hæstv. ríkisstjórnar. (Forseti hringir.) Vill hv. þingmaður skera niður þarna? Eða hvernig ætlar hann að fara að þessu?