148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[16:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu andrúmslofti og umhverfi mikilla breytinga, hvað spárnar varðar, er þá ekki nauðsynlegt fyrir þingið að hafa þessar fráviksspár, þessar sviðsmyndagreiningar og næmnigreiningar, eins og fjármálaráð og aðrir umsagnaraðilar hafa bent á? Hvað erum við í raun að samþykkja, ef Alþingi afgreiðir þessa fjármálastefnu óbreytta, án þess að hafa þessar upplýsingar í höndunum þegar við sjáum fram á þessar miklu breytingar í hagspám og þessa vísa um að ýmsar forsendur sem gert er ráð fyrir, eins og með viðskiptahallann, muni ekki standast?