148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[16:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Bara eitt einfalt atriði sem hver maður sér varðandi það sem ríkisstjórnin ætlar að gera, að lækka skatta og auka útgjöld á toppi hagsveiflunnar, það er dæmi sem gengur ekki upp. Það er hægt að gera þetta, en það endar með ósköpum.

Ég sagði í fyrra andsvari að ekki væri tekið á hinum stóru breytum, ferðaþjónustunni og húsnæðismálunum. En nú eigum við von á fjármálastefnunni fyrir 1. apríl, ef farið er eftir lögum, og þar verður farið yfir stefnu hvers ráðuneytis. Þá fáum við að sjá hver stefnan á í raun að vera og hvað mun í raun skipta máli í þeim efnum. En þjóðhagsspáin sem liggur undir samningu stefnunnar var miðuð við áform fyrri ríkisstjórnar og það kemur ekki beinlínis á óvart að endurskoðun á þjóðhagsspá (Forseti hringir.) í mars breytti engu. Hún breytti engu.