148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:24]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil það sem hv. þingmaður segir og geri engar athugasemdir við það. Skoðanir okkar eru bara misjafnar. Ég vona þó að hv. þingmaður geti a.m.k. tekið undir að þá er skynsamlegt að við tökum þessa umræðu, tökum þessa breytingu, með sæmilegum fyrirvara, undirbúum hana og samræmum kosningalögin, búum til eina heildstæða kosningalöggjöf þar sem kosningarrétturinn er 16 ár í öllum þeim kosningum sem við efnum til, til sveitarstjórna, Alþingis, í forsetakosningum — og kjörgengið. Hvað með kjörgengi, hv. þingmaður? Er ekki eðlilegt fyrir þann sem getur kosið til fulltrúasamkomu á Alþingi eða í sveitarstjórn að kjörgengi sé líka hluti af þeim réttindum, að hann geti sjálfur … er það ekki eðlilegt? (Gripið fram í.) Það er mjög skrýtið, já, það er einmitt einn (Forseti hringir.) fingurbrjóturinn í löggjöfinni. Við eigum auðvitað að færa kjörgengisaldur til (Forseti hringir.) forseta niður í 16 ár.