148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fyrirspurnir þingmanna.

[11:22]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég sendi rétt í þessu póst til þingmanna um að við fáum eftirlitsstofnun Alþingis, Ríkisendurskoðun, til að gera stjórnsýsluúttekt á því hve vel stjórnsýslan, framkvæmdarvaldið, sinnir upplýsingaskyldu við okkur, þingið. Stjórnvöld eru sjálf eitthvað að skoða hvernig það er sem núna er notað í þeim tilgangi að setja þann þrýsting á þingmenn að sinna eftirlitsskyldu sinni verr gagnvart stjórnvöldum. Þessu svörum við náttúrlega bara með því að fá upp á borð upplýsingar um hvað það kostar að sinna eftirlitshlutverki fyrir þingið, hvernig því er sinnt og hvort árangur næst sem er samkvæmt lögum.

Þessi skýrslubeiðni þarf aðeins níu þingmenn. Ég sendi póstinn fyrir nokkrum mínútum. Það eru strax níu eða næstum því búnir að svara. Aðrir þingmenn sem eru hlynntir því að við fáum þetta allt upp á borðið, frá þessari faglegu, (Forseti hringir.) óháðu stofnun þingsins, og vilja vera með á skýrslubeiðninni sendi mér póst, takk.