148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hérna hefur verið talað um að við ættum að hlusta á ýmsa. Ég legg til að við hlustum á börnin. Eins og ég rakti hér áðan er það í barnasáttmálanum að við eigum að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra. Ég skora á talsmenn barna sem skrifuðu undir barnasáttmálann fyrr í vikunni að hlusta á börnin, hlusta á m.a. Landssamband ungmennafélaga, Ungmennaráð Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Unga jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Unga Pírata, Samband ungra Framsóknarmanna, Félag ungra jafnréttissinna, Samfés, Samtök félagsmiðstöðva og ungmennahús á Íslandi, ungmennaráðin úti um allt land. Af hverju erum við að hlusta á Samband íslenskra sveitarfélaga en ekki börnin? Halló?