148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ungt fólk hefur mikinn áhuga á þessu máli. Þetta er og hefur verið um langt árabil mikið baráttumál fyrir ungt fólk, eins og sjá má hér á pöllunum þar sem við höfum fengið gesti. Við eigum að hlusta á ungt fólk. Gagnrýni dómsmálaráðuneytisins, sem barst hér í morgun, er eftirfarandi, með leyfi forseta:

„Búið er að yfirfara kosningavefinn og þær upplýsingar sem þar er að finna fyrir kjósendur, frambjóðendur og aðra. Ef þessi lagabreyting er gerð núna þarf að yfirfæra allt efnið og gæta vel að því að þar sé að finna réttar upplýsingar.“

Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði. Við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu eftir því sem fleiri upplýsingar koma fram.

Aðeins varðandi orð Ingu Sæland um að við eigum að vernda börn, þá er rétt að minna Ingu Sæland á að skilyrði til inngöngu í Flokk fólksins er 16 ár.

(Forseti (SJS): Rétt ávarp er: háttvirtir þingmenn.)