148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

aðkoma og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis.

409. mál
[15:11]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er óskað eftir því að forsætisráðherra geri skýrslu um aðkomu svokallaðra hulduaðila að kosningunum 2016–2017. Ég mun ekki leggjast gegn þessari skýrslubeiðni en vil þó taka það fram sem hv. þingmönnum sem biðja um þessar skýrslur er væntanlega kunnugt, að þetta mál er til skoðunar á vettvangi framkvæmdastjóra allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þeim hefur verið ætlað að meta þessa aðkomu og koma með tillögur til úrbóta sem kunna að vera fyrir hendi þannig að ég vænti þess að þessi skýrsla geti farið saman við þá vinnu sem allir flokkar á Alþingi hafa þegar ákveðið að ráðast í. Ég ítreka það af því að mér finnst mikilvægt að allir þingmenn séu upplýstir um þá vinnu sem þeir hafa veitt fulltrúum sínum umboð til að fara í.