148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

atkvæðagreiðsla um breytingartillögur.

[15:18]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti heyrir hvað hv. þingmenn segja og það er sjálfsagt mál að fara yfir þetta í rólegheitum á fundum með formönnum þingflokka eða annars staðar. Forseti reyndi að útskýra það sem hann gat án undirbúnings sagt um þetta mál. Hann vonaði að það myndi frekar skýra það en hitt. Við getum öll huggað okkur við að það liggur nokkuð ljóst fyrir eftir atkvæðagreiðsluna og tölur í henni að þessi máti hafði engin áhrif á niðurstöðu málsins.