148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[17:24]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil kannski taka umræðuna til baka. Þegar við vorum að ræða ríkisfjármálaáætlun síðastliðið vor ræddum við mikið, og mikil gagnrýni var uppi, um virðisauka á ferðaþjónustu. Er hv. þingmaður enn sannfærður um að það hefði verið rétta skrefið að fara í þær miklu breytingar sem þá voru í umræðunni um að hækka virðisaukann? Er það það sem hv. þingmaður er fyrst og fremst að beina athyglinni að; virðisaukinn í ferðaþjónustu, veiðigjöld og slíkir þættir? Myndi hv. þingmaður fara í þær framkvæmdir eða í þá stefnu miðað við aðstæður og forsendur í rekstri í þeim atvinnugreinum í dag og miðað við þær breytingar sem orðið hafa mjög hraðar í rekstrarumhverfi fyrirtækja frá því síðastliðið vor?