148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:04]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég hygg nú og vona að samstaðan um lög um opinber fjármál sé kannski örlítið meiri í raun en menn láta uppi í umræðum sem þessum. Ég ætla að vona það, ég vona það innilega.

Varðandi það sem kom fram hjá hæstv. ráðherra þá er gott að það sé fjallað um losun eignarhlutdeildar í bönkunum í stjórnarsáttmálanum og ég óska honum alls góðs gengis þegar að því kemur að gera það í raun og veru vegna þess að við vitum auðvitað að það er ákveðin fyrirstaða alla vega í einum stjórnarflokknum við að gera slíkt. Var önnur spurning sem fjármálaráðherrann hafði? Þá þakka ég bara kærlega fyrir orðaskiptin.