148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:03]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar kemur að umræðunni um óreglulegar tekjur og hvernig verja skuli óreglulegum tekjum held ég að það sama sjónarmið eigi í rauninni við, það er annars vegar vissulega mjög gott og það er ákveðin sjálfbærni í því fólgin að greiða niður skuldir, en þau sömu rök eiga líka við þegar kemur að því að viðhalda fjárfestingum. Þó að setningin eða reglan um að öllum óreglulegum tekjum skuli varið í niðurgreiðslu skulda þá er ég enn á þeirri skoðun að horfa ætti til þess að stórum hluta af slíkum fjármunum verði varið til að greiða niður skuldir.

Umræðan um þjóðarsjóð og ákveðna leið til að byggja upp innviði í gegnum hann, hvort sem kemur að Landspítala – háskólasjúkrahúsi eða uppbyggingu samgangnakerfisins eða öðru, ég er mjög hlynnt því. Ég myndi ekki fallast á tillögu hv. þingmanns um að öllum fjármunum skuli óskipt, algjörlega varið eingöngu til niðurgreiðslu (Forseti hringir.) skulda, heldur séum við að fara þarna einhvers staðar bil beggja.