148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[21:19]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi: Bæði betra. Það þarf líka að gera þetta í fjármálastefnunni. Tvímælalaust þarf að gera þetta í fjármálaáætlun og fjárlögum. Þetta spannar þetta allt þrennt. Það er sérstaklega tiltekið í lögum um opinber fjármál að það á að setja fram mælanleg viðmið í fjármálastefnunni þannig að við getum fylgst með hvort fjármálastefnan standist og standist tímans tönn. Einungis þannig getum við lagt mat á það hvort allt sé komið í rugl og það þurfi að gera breytingar á fjármálastefnunni. (Gripið fram í.) Nei, í rauninni ekki. Það er ekki endilega eðlilegt að gera betur grein fyrir því í fjármálaáætluninni. Það þarf einfaldlega líka að gera grein fyrir grunngildum og hvernig þau standast í fjármálastefnunni.