148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með hliðsjón af því að í fjármálastefnunni segir: „Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál“, en það er hins vegar ekki útskýrt í greinargerð fjármálastefnunnar hvernig fjármálastefnan sé samkvæm grunngildum laga um opinber fjármál getur Alþingi ekki staðfest að fjármálastefnan sé samkvæm þeim grunngildum. Því er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Hlutverk og ábyrgð þingsins er að fara yfir tillögur frá ríkisstjórn og gæðavotta þær. Það kemur upp úr krafsinu að tillaga ríkisstjórnarinnar um fjármálastefnu er ekki rökstudd samkvæmt grunngildum í lögum um opinber fjármál og það er því hlutverk okkar að vísa henni aftur til ríkisstjórnarinnar.