148. löggjafarþing — 43. fundur, 22. mars 2018.
fjármálastefna 2018--2022.
2. mál
Hæstv. forseti. Við erum hér að ganga til atkvæða um frávísunartillögu um fjármálastefnu. Ég vil benda á það að hér er almenn túlkun á grunngildum í greinargerð stefnunnar og það er sterkt samhengi við fjármálareglur, töluleg gildi stefnunnar og alveg fráleitt að vísa stefnunni frá. Þess vegna mun ég greiða atkvæði gegn þessari frávísunartillögu.