148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:12]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Virðulegi forseti. Þessi ríkisstjórn samanstendur af nokkrum flokkum. Einn þeirra flokka vill auka verulega útgjöld ríkissjóðs. Einn þessara flokka vill ekki hækka skatta. Það er hægt að sameina þetta tvennt og það er gert í þessari fjármálastefnu sem hér liggur fyrir. En það þýðir að eitthvað þarf undan að láta. Það sem lætur undan er afkoma ríkissjóðs. Við teljum þetta ekki ábyrga stefnu. Við í Viðreisn teljum hins vegar þessa breytingartillögu fela í sér mun ábyrgari stefnu og greiðum því atkvæði með henni.