148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Allar umsagnir sem við höfum fengum vöruðu við kólnun hagkerfisins þannig að í ljósi þess væri eðlilegt að auka aðhald ríkisins. Það kemur hins vegar ekki einungis fram í þeim tölum sem eru hérna þó að þær sýni aukið aðhald á blaðinu miðað við fjármálastefnu ríkisins sem er núna til umfjöllunar. Það er meira undir eins og hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson sagði hér í ræðu áðan, með tekjuöflun og því um líkt. Þessi breyting myndi þó sýna eilítið aðhaldsstig sem er nauðsynlegt núna við kólnun hagkerfisins til þess að ná þessari mjúku lendingu sem allir vonast eftir.