148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins og þingmannamál.

[11:10]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að heyra hve ákafur forseti er í að taka upp þingmannamál hér sem ég hyggst vita að hann er efnislega ósammála miðað við ræður hans á síðasta kjörtímabili. Ég geri þá ráð fyrir því að hann hafi líka gaman af því að heyra mig tala, af því að það mun fylgja í kjölfarið.

Þá vil ég beina því til hæstv. forseta að taka upp annað mál sem ég veit að hann hefur ekki sömu skoðun á og ég en það er frumvarpið um sölu áfengis og tóbaks, sem hefur komið inn á borð þingsins og verið borið fram og er löngu tímabært, að mínu viti, að fara að ræða. Hafi hæstv. forseti gaman af því að hlusta á þann sem hér stendur tala í pontu þá getur þingmaðurinn lofað því að það verður einnig gert í því máli. (Gripið fram í: Ég er laus alla helgina.)