almenn hegningarlög.
Herra forseti. Frumvarp þetta er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað. Ekki þarf að minna þingheim á #höfumhátt og síðan #metoo-byltinguna sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og er Ísland þar engin undantekning. Þar sést svart á hvítu að samfélagið er gegnsýrt af viðhorfum og þar með hegðun sem við getum ekki látið viðgangast. Það er löngu kominn tími til að hverfa frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða, að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Við þurfum að breyta lögunum til samræmis við réttarvitund almennings og beita þeim til þess að breyta viðhorfum og hafa áhrif til hins betra á þessu mikilvæga sviði mannlífsins.
Þess vegna segi ég já.