almenn hegningarlög.
Herra forseti. Við erum að samþykkja hér mál sem ég held að eigi eftir að skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag. Við erum að gefa tóninn um það að þegar kynmök eru stunduð verða báðir eða allir aðilar að vera til í það. Ég held að þetta eigi eftir að hafa mikið forvarnagildi inn í framtíðina. Ég vona að við höldum áfram á sömu braut. Þetta er mikilvægt skref. Svo þurfum við að halda áfram til þess að útrýma kynferðislegu ofbeldi í okkar samfélagi.
Þess vegna greiði ég atkvæði með þessu frumvarpi með mikilli gleði og miklu stolti.